Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gjörningahátíð í Vogum
Þriðjudagur 12. október 2010 kl. 11:42

Gjörningahátíð í Vogum

Dagana 15. - 16. október nk. verður Litla gjörningahátíðin í Vogum á Vatnsleysuströnd haldin í fyrsta sinn.

Föstudaginn 15. október koma fram þeir Áki Ásgeirsson, Halldór Úlfarsson og Páll Ivan Pálsson sem munu flytja verk sitt Bíltúr jeppi kl. 19:00 í túnjaðri Minni-Voga við Egilsgötu 8.
Ásamt þeim munu skáldin Ásgeir H. Ingólfsson, Jón Bjarki Magnússon, Kristín Svava Tómasdóttir og Una Björk Sigurðardóttir fremja ljóðagjöninga víðs vegar um bæinn m.a. við sundlaugina að Hafnargötu 17.

Laugardaginn 16. október flytur finnski listamaðurinn Essi Kausalainen verk sitt Birds, Insects, Seeds – The Shared Struggle of Existence úr Darwin seríu sinni í hlöðunni við Egilsgötu 8.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.hladan.org

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024