Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gjafajólatréð fær góðar viðtökur
Þriðjudagur 9. desember 2008 kl. 14:39

Gjafajólatréð fær góðar viðtökur

Nokkur fjöldi jólagjafa er kominn undir gjafajólatréð sem sett var upp í síðustu viku í sal Flughótels í Kjarna. Jólagjöfunum verður dreift til þeirra sem á þurfa að halda en dreifing þeirra verður í umsjá Reykjanesbæjar og kirkjunnar. Starfsfólk Flughótels hóf söfnunina með því að gefa fjörtíu þúsund krónur úr starfsmannasjóði en féð var notað til jólagjafa undir tréð. Börnin á leikskólanum Akri sáu siðan um að myndskreyta gjafapokana.
Í sama sal stendur yfir handverksmarkaður fram að jólum en að honum standa 10 lista- og handverkskonur af Suðurnesjum og víðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024