Gítartónleikar í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum
Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum miðvikudagskvöldið 28. maí. Tónleikarnir hefjast kl.20. Á efnisskránni eru verk eftir Milan, Bach, Henze, Giuliani o. fl. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Reykjanesbæjar og FÍT( Félags íslenskra tónlistarmanna).Kristinn lauk burfararprófi árið 1983 frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi, Bandaríkjunum og Spáni. Hann hefur komið fram á tónleikum víða hérlendis sem erlendis. Fjórir geisladiskar hafa komið út með gítarleik Kristins og hlaut diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce Íslensku Tónlistarverðlaunin í flokki klassískra hljómdiska árið 1996, Kristinn hefur og verið tilnefndur til menningarverðlauna DV.
Aðgangseyrir á tónleikanna er kr. 1000 en nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fá frítt inn.
Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.
Aðgangseyrir á tónleikanna er kr. 1000 en nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fá frítt inn.
Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.