Gítar og góðir vinir í lopapeysum
-Sigurður Smári Hansson
Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
Ég ætla að skella mér til Vestmannaeyja.
Ertu vanafastur um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
Get ekki sagt að ég sé vanafastur. Ég hef ekki tölu á stöðunum sem ég hef farið á um Verslunarmannahelgina.
Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa og af hverju?
Þjóðhátíð 2015. Það var mín fyrsta þjóðhátíð og það er erfitt að gleyma sinni fyrstu upplifun af hvítu tjöldunum, brekkusöngnum og blysunum.
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
Gítar, lopapeysa, góður vinahópur og það skemmir ekki að fá gott veður.
Hvað ertu búinn að gera í sumar?
Ég er nýkominn heim frá Seattle og svo er ég búinn að ferðast aðeins um suðurlandið.
Hvað er planið eftir sumarið?
Ég ætla að fara á tónleika í Glasgow í lok ágúst svo er það bara vinna sem tekur við.