Gimlisystur í garðpartýi
Frábær þátttaka var hjá Gimlisystrum ásamt börnum þeirra í kvennahlaupinu þann 19. júní sl. Hlaup Gimlisystranna endaði með garðveislu að Faxabraut 41.b þar sem ein af Gimlisystrum býr.
Þar var á borð borinn hollur og næringarríkur hádegisverður að hætti sumarrósanna sem kryddaður var með brosi, kátínu og gleði. Gimlisystur bera mikla virðingu fyrir þessum degi og nýta hann vel til að næra líkama og sál. Eins og sjá má á myndinni var brosið, kátínan og gleðin allsráðandi.
Myndin: Sumarrósirnar í garðinum hjá einni af Gimlisystrum.