Gillz og Auddi Blö taka Keflvíkinga í kennslustund
Almar Guðbrandsson í fimleikum
Hér má sjá stórskemmtilegt myndband sem meistaraflokkur Keflavíkur í körfubolta sendi frá sér á dögunum. Myndbandið var gert fyrir lokahóf körfunnar en þar má sjá leikmenn liðsins spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Leikmenn reyna m.a fyrir sér í bekkpressukeppni gegn Gillz og Audda Blö, Logi Geirsson lætur þá finna fyrir því í handboltanum og Almar Guðbrandsson reynir fyrir sér í fimleikum. Það verður að segjast eins og er að það er fátt fallegra en maður sem er 2,08 á hæð í fimleikabol.