Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 29. nóvember 2002 kl. 22:51

Giftu sig í 100 ára afmælisveislunni

Jóhann Geirdal, kennari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, og kona hans Hulda Bjarnadóttir ljósmóðir héldu upp á 50 ára afmæli sitt í kvöld í Stapanum að viðstöddu fjölmenni. Jóhann átti afmæli 15. nóvember en Hulda á afmæli þann 15. desember og ákáðu þau því að hittast á miðri leið. Ekki héldu þau einungis upp á sameiginlegt 100 ára afmæli í kvöld því öllum að óvöru giftu þau sig í leiðinni og var það séra Ólafur Oddur sem framkvæmdi giftinguna á sviðinu í Stapanum.Afmælis- og giftingarveislan stendur enn yfir í Stapanum þar sem fólk nýtur matar og drykkjar í góðum hópi.

Lítið á myndir úr veislunni hér fyrir neðan!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024