Giftir sig 20.10. 2010 kl. 20:10
Þann 20. október næstkomandi verða haldnir nokkuð sérstæðir af tónleikar í Salnum í Kópavogi. Óperusöngvararnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson munu syngja þar nokkur af þeim vinsælu lögum sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Helgi Már Hannesson píanóleikari mun annast undirleik en Þorsteinn mun sjálfur segja frá tilurð textanna við lögin – og rifja upp nokkrar kostulegar sögur í því sambandi.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 – í framhaldi af því að Þorsteinn ætlar að ganga í hjónaband með Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur, þarna í Salnum, rétt áður en skemmtunin fer fram - eða klukkan 20:10, 20. dag 10. mánaðar árið 2010. Í hlénu geta síðan tónleikagestir heilsað upp á brúðhjónin.
Ljósmynd: Bragi Einarsson - mynd af heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs.