Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Getur verið fljótfær og utan við sig
Laugardagur 8. nóvember 2014 kl. 11:00

Getur verið fljótfær og utan við sig

Hera Ketilsdóttir er 19 ára Keflavíkurmær. Hún hefur mikinn áhuga á dansi og tónlist en hún starfar sem danskennari samhliða námi. Hún heldur lúmskt upp á lagið Litir úr Ávaxtakörfunni. Sálfræði er eftirlætis fagið hennar í skólanum og Kristrún íslenskukennari er í uppáhaldi hjá Heru.


Á hvaða braut ertu?
Félagsfræðibraut

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Ég er 19 ára frá Keflavík

Helsti kostur FS?
Fjölbreyttur og gott félagslíf.

Hjúskaparstaða?
Í sambandi.

Hvað hræðistu mest?
Að missa einhvern nákominn mér.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Þóra Lind mun ná langt á fyrirsætuferlinum.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Sigurður Smári klikkar ekki.

Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd?
Borgríki 2, hún var ekki alveg fyrir mig.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Mér finnst mötuneytið bara frekar fjölbreytt og gott, alveg nóg fyrir mig allavega.

Hver er þinn helsti galli?
Fljótfær og utan við mig.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Mér finnst Brynjar og Aníta Carter alltaf voða sæt.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Halda enn betur persónulega utan um nemendur, bæði hvað varðar nám og vellíðan nemenda í skólanum, svo að minna verði um brottfall.

Áttu þér viðurnefni?
Nei, ekkert svoleiðis.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Snilld.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Ótrúlega fínt, mikið um að vera.

Áhugamál?
Tónlist og dans og svo er alltaf gaman að ferðast og njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Fara í áframhaldandi nám og stofna fjölskyldu, svo langar mig til þess að prófa að búa í útlöndum.

Ertu að vinna með skóla?
Já, ég er danskennari í Danskompaní.

Hver er best klædd/ur í FS?
Hanna Dís

Eftirlætis

Kennari: Kristrún
Fag í skólanum: Sálfræði
Sjónvarpsþættir: Friends
Kvikmynd: Bridget Jones’s Diary
Hljómsveit/tónlistarmaður: Af íslenskum hljómsveitum finnst mér Hjálmar standa upp úr og svo eru Sia og Lykke Li í miklu uppáhaldi hjá mér.
Leikari: Jennifer Lawrence
Vefsíður: Mig langar ekki að segja það en ætli það sé ekki Facebook.
Flíkin: Hvítur, síður, þæginlegur jakki sem passar við allt.
Skyndibiti: Subway
Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Lagið Litir í Ávaxtakörfunni.