Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Getum öll orðið fræg ef okkur langar
Ásdís Lilja Guðjónsdóttir. Mynd: Nýmynd
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 20. september 2022 kl. 10:00

Getum öll orðið fræg ef okkur langar

Ungmenni Vikunnar

Nafn: Ásdís Lilja Guðjónsdóttir
Aldur: 14 ára
Skóli: Holtaskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Körfubolti og fótbolti
„Get ekki lifað án körfuboltans, er leiðinleg þegar ég er svöng og bangsinn er góður félagsskapur,“ segir Ásdís Lilja aðspurð hvað hún myndi taka með sér á eyðieyju. Ásdís æfir körfubolta og fótbolta og hefur gaman af því að vera með vinum sínum. 

Hvert er skemmtilegasta fagið?

„Ég myndi segja að íþróttir sé skemmtilegasta fagið í skólanum og örugglega textíl því mér finnst mjög áhugavert að búa til fatnað.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

„Úff, veit ekki hver er líklegastur til þess að verða frægur, við getum öll orðið fræg ef okkur langar.“

Skemmtilegasta saga úr skólanum:

„Það var mjög gaman þegar ég var í 8. bekk og við unnum unglingastigið í Holtasprettinum.“

Hver er fyndnastur í skólanum?

„Örugglega Ásdís Elva vinkona mín.“

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

„Ég á eiginlega engin uppáhaldslög það fer bara eftir hvernig stuði ég er í eða hvað ég er að fara að gera.“

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

„Uppáhaldsmaturinn minn er píta.“

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

„Horfi mjög lítið a sjónvarp en ég elska myndina Home Alone.“

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

„Ég myndi örugglega taka körfubolta, bangsann minn og nóg af mat. Get ekki lifað án körfuboltans, er leiðinleg þegar ég er svöng og bangsinn er góður félagsskapur.“

Hver er þinn helsti kostur?

„Helsti kosturinn minn er örugglega að ég gefst aldrei upp og reyni alltaf að gera mitt besta sama hvað.“

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

„Ef ég væri með ofurkraft myndi ég örugglega vilja geta flogið svo ég gæti troðið í körfu.“

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

„Mér finnst besti eiginleiki hjá fólki vera traust og hreinskilni.“

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

„Eftir grunnskóla langar mig að fara annaðhvort til Danmerkur í skóla með vinkonu minni eða eitthvert til útlanda að spila körfu.“

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

„Ég myndi örugglega lýsa mér sem háværri manneskju.“