Gettu betur lið FS keppir í kvöld kl. 20
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja keppir gegn Framhaldsskólanum á Laugum í 2. umferð Gettu betur spurningakeppninnar. Hún fer fram á Rás 2 og hefst kl. 20. FS vann Snæfellinga í fyrstu umferð.
Í liði FS eru Brynjar Steinn Haraldsson, Alexander Hauksson og Tinna Björg Gunnarsdóttir. Grétar Sigurðarson er þjálfari og Þorbergur Jónsson liðsstjóri.