Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Get verið mjög hvatvís og með athyglisbrest
Laugardagur 30. ágúst 2014 kl. 13:00

Get verið mjög hvatvís og með athyglisbrest

Fyrsti FS-ingur vikunnar á nýju skólaári er Ásta María Jónasdóttir formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún er við það að útskrifast af bæði félagsfræði og viðskipta-hagfræðibraut. Ásta er 19 ára Keflvíkingur sem hefur áhuga á að safna frímerkjum og skipa öðru fólki fyrir.

Helsti kostur FS?
Hvað allir þekkjast hérna held ég, yndislegt starfsfólk og félagslíf á uppleið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjúskaparstaða?
Á lausu.

Hvað hræðistu mest?
Fólk með tyggjó, er alltaf hrædd um að því sé klínt í mig.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Björn Elvar, fyrir DJ-mennsku sína.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Elsku Sigurður Smári getur alveg drepið mig stundum.

Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd?
Ég man það hreinilega ekki, fór síðast í bíóið fyrir viku en keypti mér bara bíópopp og fór.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Bland í poka.

Hver er þinn helsti galli?
Get verið mjög hvatvís og með athyglisbrest.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Axel og Helga Rún.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Leyfa nemendaráðinu að framkvæma allt sitt án samþykis, en innan hóflegra marka.

Áttu þér viðurnefni?
Hjartað hans Afa er það eina, held stundum að hann muni ekki hvað ég heiti.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
What og such problems er mjög vinsælt þessa dagana.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Það er að breytast og á uppleið, við ætlum að reyna að gleðja alla félagsmenn þetta árið.

Áhugamál?
Safna frímerkjum og skipa öðru fólki fyrir.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Ég stefni á sálfræðinám erlendis.

Ertu að vinna með skóla?
Já, ég vinn 2-2-3 hjá Iceland Excursions uppá flugvelli.

Hver er best klædd/ur í FS?
Held það sé Sara Rún!

Eftirlætis:

Kennari - Þorvaldur, Elísabet og Atli get ekki gert upp á milli

Fag í skólanum - íslenska og hagfræði

Sjónvarpsþættir - Friends

Kvikmynd - Djöflaeyjan

Hljómsveit/tónlistarmaður - Michael Buble og svo er Sverrir Bergmann goðið mitt

Leikari - Julia Roberts og Matthew Perry

Vefsíður - Facebook, Piratebay og Trendnet.

Flíkin - Allir Moss bolirnir mínir

Skyndibiti - Subway

Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Hossa hossa með AmabaDama