Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 28. ágúst 2002 kl. 08:48

Gesturinn sýndur á Ljósanótt

Ákveðið hefur verið að setja upp sýningu leikritinu Gesturinn eftir Eric Emmanuel Schmitt í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 7. sept. Leikritið verður sýnt kl 18:30 og er miðasala hafin í forsölu en miðapantanir eru hjá Maríu í síma 421 6750.Leikritið Gesturinn sem sýndur var frá því í byrjun febrúar við góða aðsókn á Litla sviði Borgarleikhússins, fjallar um dularfulla nótt á skrifstofu Sigmunds Freuds í Vínarborg. Hann er ofsóttur af nasistum, og þegar að angist hans er sem mest birtist skyndilega ókunnur gestur sem segist vera Guð. Efasemdarmaðurinn Freud lætur "glepjast", eftir að gesturinn hefur gert nokkra, að því er virðist yfirnáttúrulega og dularfulla hluti, en aftur er trúin tekinn frá honum þegar hann fær spurnir af því að geðveill maður haldinn lygasýki hafi falið sig í húsi hans.
Verkið er létt, spennandi, en fyrst og síðast áleitið, því það varpar fram ótal spurningum um manninn, lífið, trúarþörfina, kærleikann, svo að eitthvað sé nefnt.
Haldið var málþing um verkið á vegum Siðfræðistofnunar og Borgarleikhússins, þar sem Pétur Pétursson prófessor í Guðfræðideildinni, flutti meðal annarra erindi um verkið.
Nokkrum sinnum höfum við haft umræður um verkið eftir sýningu, með leikurum, ef þess hefur verið óskað.

Uppsetningin fékk frábæra umfjöllun enda státar hún af úrvals leikurum:
Gunnar Eyjólfsson leikur Freud, Ingvar Sigurðsson og Hlynur Björn Haraldsson skiptast á um að leika Gestinn, Kristján Franklín Magnús er Nasistinn og Jóna Guðrún Jónsdóttir fer með hlutverk Önnu Freud, dótturinnar sem er tekin til yfirheyrslu hjá Gestapó.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024