Gestir Landsbankans hittu bikarmeistarana
Keflvíkingar sýndu aðdáendum bikarinn
Bikarmeistarar Keflavíkur í körfubolta kvenna mættu með bikarinn í heimsókn í Landsbankann í Reykjanesbæ í dag. Landsbankinn færði þeim þar veglegar gjafir sem ætlaðar eru til þess að fagna titlinum sem vannst síðustu helgi í spennandi leik gegn Skallagrími.
Gestir bankans stóðust ekki mátið og stilltu sér upp með sigurvegurunum ungu á hópmynd eins og sjá má hér.