Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gerðu myndband um heimabæ sinn
Skjáskot úr myndbandinu.
Þriðjudagur 26. ágúst 2014 kl. 08:31

Gerðu myndband um heimabæ sinn

Framtakssamir grunnskólanemendur í Grindavík.

Elvar Geir Sigurðsson, Friðfinnur S. Sigurðsson og Haukur Arnórsson, nemendur í Grunnskóla Grindavíkur, gerðu glæsilegt kynningarmyndband um Grindavík fyrir vinabæ sveitarfélagsins, Piteå í Svíðþjóð. Þetta kemur fram á vef Grindvíkinga

Skólaárið 2012-2013 kom upp sú hugmynd að gera vinaverkefni með vinabæ Grindvíkinga í Svíþjóð. Hugmyndin var að fá nemendur í Grunnskóla Grindavíkur til að vinna verkefni út frá sameiginlegri hugmynd. Hugmyndin þróaðist síðan út í það að gera kynningarmyndband fyrir vinabæinn. Sömuleiðis gera nemendur í Piteå myndband fyrir Grindvíkinga um eigin bæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Öll tónlist í myndbandinu er frumsamin og leikin af þeim Friðfinni og Hauki en Elvar sá um myndatöku og klippingu. Yfirumsjón með verkinu hafði Pálmar Örn Guðmundsson. 
 
Ungu kvikmyndargerðarmennirnir. 
 
Hér má sjá myndbandið: