Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gengið um Garð
Föstudagur 30. júlí 2010 kl. 10:28

Gengið um Garð

Hörður Gíslason frá Sólbakka leiddi göngu um Garð. Gangan var liður í Náttúruviku á Reykjanesi. Gengið var um byggðina og fræddi Hörður þátttakendur um þróun hennar frá upphafi og sögu fólksins. Auk þess að segja frá breyttum staðsetningum hinna 13-15 bæja er mynduðu bæjarsamfélagið, bæði vegna ágangs sjávar og breyttra verkhátta, lýsti Hörður einkennum þeirra er lengst hafa staðið nálægt núverandi húsum. Gengin var horfin gata milli Síkjanna og saga Gerða rifjuð upp. Skoðað var m.a. Gerðavörin, íshúsið og gamla verslunin, en hluti hennar er samfast hús er flutt var á ís frá Útskálum og var upphaflega byggt úr timbri úr Jamestown.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liðir á Náttúruvikunni verða í sveitarfélagönum á Suðurnesjum fram á n.k. mánudag og er fólk hvatt til að nýta sér þá - sjá natturuvika.is

myndir ÓSÁ - Fleiri myndir í myndasafni hér á vf.is