Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gengið til betra lífs síðdegis
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 09:58

Gengið til betra lífs síðdegis

Heilsu- og forvarnavikan í Reykjanesbæ stendur nú sem hæst og er fjölbreytt dagskrá í allan dag og fram á kvöld.

Síðdegis í dag, kl. 17:00, mun Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, taka á móti fólki við Reykjaneshöllina og flytja stutt erindi sem kallast „Gengið til betra lífs“.

Hilmar Bragi Bárðarson mun greina frá lífsreynslu sinni og hvernig hann endaði á sjúkrahúsi fyrir það eitt að hugsa ekkert um eigin heilsu. Hann mun segja frá því hvernig hann snéri við lífinu og hefur á nokkrum vikum náð ótrúlegum árangri á leið sinni til betra lífs með því að breyta matarræði og fara út að ganga.

Eftir erindið verður farið í göngu frá Reykjaneshöllinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024