Gengið í gegnum gat á Þjófagjá í síðustu gönguferðinni
Reykjanesgönguferðir gengu í fyrrakvöld síðustu skipulögðu göngu þetta sumarið og gengu yfir Þorbjarnarfell. Gengið var upp Gyltustíg í gegnum stórar og fallegar gjár í toppi fjallsins sumir klifruðu upp og í gegnum gat í Þjófagjánni á meðan aðrir gengu á gjánna frá toppnum. Hópurinn var nestaður upp af Lava í Bláa Lóninu og fá þau kærar þakkir fyrir veglegt og gott nesti.
Fleiri myndir má sjá í ljósmyndasafni VF.