Gengið frá Garði og til Sandgerðis í kvöld
Í kvöld, miðvikudaginn 10. ágúst, ganga Reykjanesferðir ströndina frá Garði út í Sandgerði leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir.
Sagt verður frá viðburðarríkum atburðum sem tengjast sögu Íslendinga og gerðust á þessum slóðum, einnig verður sagt frá landnámsmönnum og fleira fólki. Gangan tekur 2 - 3 klst. Gengið verður í sandi og grjóturð og því betra að vera vel skóaður og hafa með sér gott nesti. Kostaður er kr 1000 fyrir þá sem nýta sér rútuna.