Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Gengið að prestvörðunni í blíðskaparveðri
  • Gengið að prestvörðunni í blíðskaparveðri
Þriðjudagur 11. júlí 2017 kl. 09:07

Gengið að prestvörðunni í blíðskaparveðri

Á sunnudaginn var gengið frá Útskálakirkju og Keflavíkurkirkju að prestsvörðunni þar sem séra Sigurður B. Sívertssen varð næstum úti fyrir margt löngu. Glaðir göngumenn komu að vörðunni í blíðskaparveðri. Gengið var ca. 7 km frá hvorri kirkju.

Sr. Bára Friðriksdóttir og sr. Eva Björk Valdemarsdóttir leiddu göngurnar og sáu um helgistund við vörðuna. Kristjana Kjartansdóttir (Sjana) sagði söguna af hrakningum sr. Sigurðar og englavernd Guðs yfir honum þessa nótt í hríðarbylnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

"Við nutum þess besta sem veður býður upp á Suðurnesjum," segir sr. Bára Friðriksdóttir, en þetta var hennar síðasta opinbera helgistund við Útskálakirkju. Göngunni lauk í Golfskálanum þar sem var boðið í messukaffi.