Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Geitur á þjóðháttakynningu í Grindavík
Þriðjudagur 9. september 2008 kl. 15:24

Geitur á þjóðháttakynningu í Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjóðháttakynning í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grindavík, fimmtudaginn 11. september kl. 20.


Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi Háafelli Borgarfirði kemur í heimsókn og fjallar um geitur, búskapinn og afurðir geita. Jafnvel, verður boðið upp á að bragða á kiðlingakjöti og geitamjólk. Jóhanna er eini bóndinn á landinu sem er með fleiri en 100 geitur. Íslenski geitastofninn er í mikilli útrýmingarhættu og talið er að á Íslandi sé ekki nema um 500 geitur. Kollótti hluti stofnins er eingöngu eftir á Háafelli.

Merki Grindavíkur er geithafur. Í Landnámu kemur fram að Hafur-Björn hafi (um 930) með liði sínu farið vestur til Grindavíkur og sest þar að: „Björn dreymdi um nótt, at bergbúi kæmi at honum ok bauð at gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir þat kom hafr til geita hans, ok tímgaðist þá svá skjótt fé hans, at hann varð skjótt vellauðigr. Síðan var hann „Hafr-Björn kallaðr.“


Er því vel við hæfi að Grindvíkingar sem og aðrir áhugasamir mæti og fræðist um geitur og styðji Jóhönnu í baráttunni við að koma geitabúskap til vegs og virðingar á ný.


Enginn aðgangseyrir og allir eru hjartanlega velkomnir. Þjóðháttakynningin er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkur 2008, sjá nánar á www.grindavik.is

Sigrún Jónsd. Franklín
verkefnastjóri
gsm 6918828/[email protected]