Gefur út ljósmyndabók um Reykjanesskaga
Náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson er vel kunnur fyrir glæsilegar ljósmyndir sínar af Reykjanesskaga. Hann hefur ljósmyndað náttúru og landslag Reykjanesskagans samfellt í 12 ár og nú er afraksturinn að koma út í veglegri ljósmyndabók sem bókaútgáfan Nýhöfn gefur út.
Að sögn Ellerts er von á bókinni úr prentun í lok október en hún er prentuð í Lettlandi.
„Í bókinni er farið um helstu náttúruperlur Reykjanesskagans þar sem við byrjum ferðalagið yst út á Reykjanesi og endum á Hengilssvæðinu. Bókinni er skipt upp í kafla eftir svæðum og jarðfræði þeirra gerð skil í stuttu máli ásamt öðrum fróðleik. Þá er einn kafli hennar tileinkaður þeirri heillandi náttúru sem flestum er hulin í þeim fjölmörgu og fjölbreyttu hraunrásarhellum sem Reykjanesskaginn hefur að geyma undir hraunflákunum,“ svarar Ellert aðspurður um efni bókarinnar.
„Það má segja að ég sé að sýna skagann frá öllum hliðum, bæði ofanjarðar, neðanjarðar og úr lofti en sum svæði hef ég einnig myndað með dróna, sem gefur manni ný og spennandi sjónarhorn. Til dæmis er frábært að ljómynda gíga og eldborgir ofan frá“, segir Ellert.
Ráðgert er að bókin fari í dreifingu í lok þessa mánaðar.
Hér er að neðan eru tvö stutt kynningarmyndbönd um bókina.
Hér er að neðan eru tvö stutt kynningarmyndbönd um bókina.
Kápumynd bókarinnar: Hér er horft yfir Sog við Trolladyngju í átt að Keili í bakgrunni. Ljósmynd: Elg