Gefur stelpunum tóninn
Anna María Sveinsdóttir, fyrrverandi körfuboltastjarna „skoraði eitt mikilvægasta stig á ferlinum“ þegar hún fæddi dreng á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í fyrradag, 20. febrúar. Sautján merkur (körfu)„bolti“ kom í heiminn en fyrir áttu þau Anna María og Brynjar Sigurðsson, eiginmaður hennar einn dreng, Hafliða Má, 7 ára.
Stöllur Önnu Maríu í Keflavíkurliðinu verða í eldlínunni á laugardag þegar þær leika til úrslita við KR í bikarkeppni KKÍ. Anna María hefur leikið í síðustu ellefu af tólf úrslitaleikjum Keflavíkur og eini leikurinn sem hún missti af var þegar hún átti Hafliða Má. Anna segist senda stelpunum sínar bestu bikaróskir en hún verður í öðru hlutverki núna því hún ætlar að fylgjast með leiknum heima í beinni útsendingu Sýnar með strákana sína sér við hlið.
Stöllur Önnu Maríu í Keflavíkurliðinu verða í eldlínunni á laugardag þegar þær leika til úrslita við KR í bikarkeppni KKÍ. Anna María hefur leikið í síðustu ellefu af tólf úrslitaleikjum Keflavíkur og eini leikurinn sem hún missti af var þegar hún átti Hafliða Má. Anna segist senda stelpunum sínar bestu bikaróskir en hún verður í öðru hlutverki núna því hún ætlar að fylgjast með leiknum heima í beinni útsendingu Sýnar með strákana sína sér við hlið.