Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gefur páskaegg til þeirra efnalitlu
Miðvikudagur 2. apríl 2014 kl. 16:10

Gefur páskaegg til þeirra efnalitlu

Öllum velkomið að leggja sitt af mörkum.

„100 páskaegg í skottinu á leið í hendur þeirra efnalitlu, því ekkert barn ætti að vera án súkkulaðis um páskana. Það er alltaf hægt að gera eitthvað til að lýsa upp tilveruna hjá börnum sem búa við skort,“ segir Keflvíkingurinn Styrmir Barkarson á Facebook síðu sinni í dag.

Ennfremur tekur Styrmir fram að þau sem vilji vera með geti lagt inn á reikninginn 0542-14-403565 á kennitölu 281080-4909. Hver einasti aur inn og út sé skjalfestur og allt rati beint í gleðigjafa fyrir börnin.

Skemmst er að minnast þess að fyrir síðustu jól setti Styrmir af stað söfnun fyrir skógjöfum á Facebook og fékk strax ótrúleg viðbrögð. Hann gaf þá einnig upp reikningsnúmer og þegar fóru að berast fjárframlög og fyrirtæki tóku sig til og gáfu gjafir. Styrmir endaði með því að fara með yfir 500 gjafir til Keflavíkurkirkju en Velferðarsjóður Suðurnesja sá um að útdeila gjöfunum á rétta staði.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024