Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Geðveik stemmning í geðræktargöngu
Þriðjudagur 28. september 2010 kl. 09:59

Geðveik stemmning í geðræktargöngu

Það var geðveikt góð stemmning í geðræktargöngunni sem farin var í Reykjanesbæ í gærkvöldi en þetta var þriðja árið sem geðræktargangan er farin í Reykjanesbæ. Það var hins vegar færra fólk í göngunni í ár en í fyrra. Unglingarnir myndu örugglega segja að það hafi verið geðveikt fáir í göngunni, nokkrir tugir þó. Ástæðan er örugglega að gangan var ekki auglýst sérstaklega. Hún markaði þó upphaf „Geðveikra daga“ en markmmið dagana er að vekja hina dæmigerðu „Jón og Gunnu“ til meðvitundar um að huga að eigin geðheilsu. Góð geðheilsa felur ekki aðeins í sér að vera laus við geðsjúkdóma. Hún einkennist meðal annars af jákvæðri sjálfsmynd, ánægju í lífi og starfi og getu til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Eftir gönguna í gær var boðið upp á kakó og með því en Skólamatur sá um veitingarnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Dagskrá Geðveikra daga í dag

Þriðjudagurinn 28 sept:
Skákmót kl: 12:30
Málstofa í Björginni „Þjónusta í nærumhverfi“ kl: 16:00-17:30.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi