Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Geðræktarganga í kvöld
Þriðjudagur 22. september 2009 kl. 16:19

Geðræktarganga í kvöld


Í kvöld kl.19:30 verður farið í geðræktargöngu frá Björginni í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ. Boðið verður upp á heitt kakó og kleinur, Árni Sigfússon bæjarstjóri tekur lagið og flutt verður tónlistaratriði

Félagar og starfsmenn í Björginni standa nfyrir „Geðveikum dögum“ sem er árlegur viðburður og er nú haldinn í annað skipti. Um er að ræða samfélagslegt forvarnarverkefni þar sem haft er að markmiði að vekja almenning til meðvitundar um að huga að eigin geðheilsu með jákvæðri hugsun og hvetjandi hegðun gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Annað kvöld, miðvikudaginn 23. september er svo málþing í húskynnum Bjargarinnar undir heitinu „Það geta allir misst geðheilsuna einhvern tímann á lífsleiðinni“
Dagskrá málþingsins er sem hér segir:
1. Inngangsorð: Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar.?

2. Hvað er geðveiki ? Sigríður Guðmundsdóttir, sálfræðingur í Björginni. ?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

3. Frá sjónarhóli notenda og aðstandenda: Pálína H. Sigurðardóttir.

?4. Hlutverk og staða aðstandenda: Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ.

?5. Úrræði og lausnir í nærumhverfi: Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbæ.