Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gargandi gleði með  Gyltunum í Frumleikhúsinu
Fimmtudagur 18. febrúar 2021 kl. 13:34

Gargandi gleði með Gyltunum í Frumleikhúsinu

Þær Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir eru að fara af stað með leiklistarnámskeið fyrir krakka fædda 2011 til 2015, elstu börn leikskóla og 1. til 5. bekk grunnskólabarna, en báðar hafa þær langa og góða reynslu af leikhúsvinnu.

„Við byrjuðum með barnanámskeiðin síðastliðið haust í Frumleikhúsinu og strax varð ljóst að þetta var eitthvað sem þurfti þar sem strax var kominn biðlisti og mun færri komust að en vildu. Þess vegna ákváðum við að byrja aftur núna eftir að Leikfélag Keflavíkur frumsýndi farsann Beint í æð. Við erum í góðu samstarfi við leikfélagið sem er frábært enda aðstæður þar eins og best verður á kosið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Krakkarnir fá að kynnast leikhúsinu, leikhúsvinnunni, farið er í hópeflisleiki, undirstöðuatriði í söng, dansað og margt fleira. Sú breyting verður gerð í þetta skiptið að við endum með leiksýningu í vor þar sem fólki gefst kostur á að sjá krakkana á sviði. Okkur hefur alltaf langað að setja upp sýningu með þessum aldurshópi og sóttum því um styrk til Uppbyggingasjóðs Suðurnesja fyrir verkefninu,“ segja þær Guðný og Halla Karen.

Námskeiðið er auglýst nánar á lk.is.