Garður: Skipulagning aldarafmælis gengur vel
Garðbúar fagna aldarafmæli bæjarins í ár og verður af því tilefni boðið upp á margvíslega atburði og uppákomur fram eftir ári. Hátíðardagurinn verður svo 15. júní.
Undirbúningsnefnd fyrir afmælið kom saman á dögunum, en hún hefur með höndum skipulagningu og hugmyndavinnu fyrir afmælisárið.
Meðal þess sem þau ræddu á síðasta fundi sínum er að barnaleikritið Landið Vifra eftir Þórarinn Eldjárn verður sýnt í samkomuhúsi bæjarins þann 27. janúar og í febrúar verður sagnakvöld í Flösinni á Garðskaga.
Bókin Ísland í dag – Garður, verður afmælisgjöf til Garðbúa og borin út í janúar ásamt viðburðardagatali afmælisársins.
Þá lagði nefndin til á síðasta fundi sínum að Ragnhildur Stefánsdóttir verði beðin um að gera lágmynd úr bronsi af heiðursborgurum bæjarins og þær settar upp á bæjarskrifstofunni ásamt æviágripi þeirra. Myndirnar verði afhjúpaðar með athöfn á afmælisárinu, en fyrst verður beðið um kostnaðaráætlun fyrir verkið.
Það verður því eflaust margt í gangi í Garði á árinu sem nú er gengið í garð og eru bæjarbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að fylgjast vel með.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Undirbúningsnefnd fyrir afmælið kom saman á dögunum, en hún hefur með höndum skipulagningu og hugmyndavinnu fyrir afmælisárið.
Meðal þess sem þau ræddu á síðasta fundi sínum er að barnaleikritið Landið Vifra eftir Þórarinn Eldjárn verður sýnt í samkomuhúsi bæjarins þann 27. janúar og í febrúar verður sagnakvöld í Flösinni á Garðskaga.
Bókin Ísland í dag – Garður, verður afmælisgjöf til Garðbúa og borin út í janúar ásamt viðburðardagatali afmælisársins.
Þá lagði nefndin til á síðasta fundi sínum að Ragnhildur Stefánsdóttir verði beðin um að gera lágmynd úr bronsi af heiðursborgurum bæjarins og þær settar upp á bæjarskrifstofunni ásamt æviágripi þeirra. Myndirnar verði afhjúpaðar með athöfn á afmælisárinu, en fyrst verður beðið um kostnaðaráætlun fyrir verkið.
Það verður því eflaust margt í gangi í Garði á árinu sem nú er gengið í garð og eru bæjarbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að fylgjast vel með.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson