Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Garður: Ný skólastefna lögð fram
Fimmtudagur 3. apríl 2008 kl. 14:13

Garður: Ný skólastefna lögð fram



Sveitarfélagið Garður hefur lagt fram nýja skólastefnu sem gildir til ársins 2010 og mun nýtast sem leiðarljós í skóla- og æskulýðsstarfi bæjarins. Stefnan var afhent forstöðumanni æskulýðsmiðstöðvarinnar og skólastjórum tónlistarskólans, leikskólans og grunnskólans í bænum, fyrr í vikunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skólarnir munu nú setja áhersluatriði skýrslunnar inn í  starfsáætlanir sínar og verður metið reglulega hvort skólar og skipuleggjendur æskulýðsstarfs bæjarins hafi náð að vinna að stefnunni og grípa til viðeigandi umbótaðgerða ef nauðsyn krefur.

Á heimasíðu Garðs segir að gerð stefnunnar hafi hafist á skólaþingi sem skólanefnd bæjarins stóð fyrir þann 26. apríl 2007. Þar störfuðu fjórir hópar eftir innlögn frá Ólafi Jóhannssyni, aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands, og hugstormun úr sal. 

Gengið var út frá  hugmyndum þinggesta um það hvernig þeir vildu sjá skóla- og æskulýðsstarf vorið 2010.  Hóparnir unnu áfram við gerð  stefnunnar á nokkrum fundum til viðbótar og að lokum var stefnan send til skólanna og æskulýðsnefndar til yfirferðar og athugasemda.  Stefnan var samþykkt í skólanefnd 24. janúar 2008 og í bæjarstjórn 6. febrúar.

Mynd/sv-gardur.is - Stefnan afhent umsjónarfólki æskulýsstarfs og menntastofnanna í Garði