Garðmenn opna myndarlega sýningu
Sýningin Garðurinn byggða bestur opnaði í Íþróttamiðstöðinni í Garði síðdegis að viðstöddu fjölmenni. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag kl. 10-17. Það var Ingimundur Þ. Guðnason, oddviti Gerðahrepps, sem klippti á borða sem þeir Ásgeir Hjálmarsson og Sigurður Jónsson sveitarstjóri héldu á milli sín.
Þegar sýningin, sem um 50 aðilar í Garði taka þátt í, hafði verið opnuð var flutt nýtt einkennislag fyrir Garðinn, Lífsins ljóð, við texta Þorsteins Eggertssonar og lag Fjólu Ólafsdóttur. Það var hljómsveitin Grænir vinir sem flutti lagið og Birta Rós Arnórsdóttir söng. Einnig var flutt lag við texta Sigrúnar Oddsdóttur frá 80 ára afmæli Gerðahrepps.
Geisladiskur með lögunum tveimur hefur verið gefinn út og fæst hann í bás Gerðahrepps á sýningunni Garðurinn byggða bestur í Íþróttamiðstöðinni í Garði nú um helgina.
Frá formlegri opnun sýningarinnar síðdegis. Ásgeir Hjálmarsson, Ingimundur Guðnason og Sigurður Jónsson með fánaborðann góða.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Þegar sýningin, sem um 50 aðilar í Garði taka þátt í, hafði verið opnuð var flutt nýtt einkennislag fyrir Garðinn, Lífsins ljóð, við texta Þorsteins Eggertssonar og lag Fjólu Ólafsdóttur. Það var hljómsveitin Grænir vinir sem flutti lagið og Birta Rós Arnórsdóttir söng. Einnig var flutt lag við texta Sigrúnar Oddsdóttur frá 80 ára afmæli Gerðahrepps.
Geisladiskur með lögunum tveimur hefur verið gefinn út og fæst hann í bás Gerðahrepps á sýningunni Garðurinn byggða bestur í Íþróttamiðstöðinni í Garði nú um helgina.
Frá formlegri opnun sýningarinnar síðdegis. Ásgeir Hjálmarsson, Ingimundur Guðnason og Sigurður Jónsson með fánaborðann góða.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson