Garðmenn losi sig við bílhræ í hreinsunarviku
Almenn hreinsunarvika hófst í Garðinum í gær og er á dagskrá dagana 9. – 16. maí nk. Bæjarstjórn hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til að hreinsa til hvert og eitt á sinni lóð og athafnasvæði. Þá minnir bæjarstjórn á að geymsla bílhræja og óskráðra bíla er óheimil, en víða í bænum er fjöldi bílhræja sem nú er tækifæri til að fjarlægja og fegra með því umhverfið.
Bæjarstjórn hvetur íbúa til að taka tillit hvert til annars í umhverfismálum og umgengni með því að taka til og fegra umhverfið.