Garðasel með sumarhátíð á Heiðarseli!
Leikskólinn Garðasel í Keflavík hélt sumarhátíð sína í dag í um 20 stiga hita. Fjöldi barna skemmti sér vel í slagtogi með trúði sem heimsótti hátíðina á sama tíma og foreldrarnir flatmöguðu úti í sólinni. Það sem þótti athyglivert við hátíðina var það að sumarhátíð Garðasels var haldin á leikskólanum Heiðarseli!Nú er unnið að endurbótum á Garðaseli og því var notast við aðstöðuna á næsta leikskóla. Meðfylgjandi mynd var tekin í dag og er lýsandi fyrir gleðina sem ríkti á hátíðinni.