Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gangan hafin hjá BS mönnum
Miðvikudagur 9. maí 2007 kl. 12:28

Gangan hafin hjá BS mönnum

Nokkrir af starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja eru nú staddir á Reykjanesbrautinni í stuðningsgöngu sinni til handa Lilju Líf og fjölskyldu. Gengið er til styrktar Lilju Líf sem fæddist með alvarlegan hjartagalla en faðir hennar, Ari Elíasson, er starfsmaður hjá BS og því brugðu starfsfélagar hans á það ráð að halda í gönguferð frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði til slökkvistöðvarinnar í Keflavík.

 

Gangan hófst í morgun kl. 10 og er ráðgert að göngumennirnir komi til Reykjanesbæjar laust fyrir kvöldmat. BS-liðar ganga í fullum galla með reykköfunartæki á bakinu og eru tveir menn sem ganga í senn. Skemmst er þess að minnast þegar Brunavarnamenn hjóluðu hringinn í kringum Ísland síðasta sumar og er ljóst að BS lætur sig málefnin varða.

 

Nánar verður fylgst með göngugörpunum er þeir fara að nálgast Reykjanesbæ síðar í dag. Með göngunni vilja starfsmenn BS m.a. vekja athygli á styrktarreikning sem opnaður hefur verið til handa Lilju Líf og fjölskyldu. Aðgerðin sem Lilja Líf þarf að gangast undir er kostnaðarsöm og erfið en hún verður gerð í Boston í Bandaríkjunum.

 

Styrktarreikningurinn er hjá Sparisjóðnum í Keflavík og er tekið á móti frjálsum framlögum á eftirfarandi reikning:

 

1109-05-420000

Kennitala: 030773-4469

 

VF-myndir/ Hans Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024