Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ganga með 20 lítra af vatni 6 km. leið
Miðvikudagur 27. maí 2015 kl. 07:00

Ganga með 20 lítra af vatni 6 km. leið

Safnar fyrir hreinu vatni til WaterAid samtakanna.

Nemendur í 6. FS í Grunnskólanum í Sandgerði ætla að reyna að ganga með 20 lítra af vatni 6 km. leið mánudaginn 1. júní. Í ríkjum eins og Afríku og Asíu þarf fólk að ganga allt að 6 km. vegalengd með 20 lítra af vatni daglega. 

Grunnskólinn er í Comeniusar verkefni ásamt fjórum öðrum Evrópuríkjum: Wales, Noregi, Þýskalandi og Spáni. Eitt af verkefnum hópsins er að safna pening fyrir WaterAid söfnunina og fara skólar í mismunandi fjáraflanir til að styrkja samtökin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

WaterAid eru heimsamtök þar sem aðalmarkmið þeirra er að hver jarðarbúi hafi aðgengi að vatni. Aðgengi að hreinu vatni á að vera mannréttindi en ekki forréttindi. WaterAid samtökin leggja sig fram í að veita aðstoð í þeim ríkjum sem þurfa á aðstoðinni að halda.

Hér eru nokkrar staðreyndir um mikilvægi hreins vatns: Íslendingar 220 lítra af vatni á mann á dag á meðan í sumum þróunarlöndum notar manneskja að meðaltali 1,5 lítra og þá er vatn til þvotta talið með. Bara við það að sturta niður úr klósettinu fara 15 lítrar af dýrmætu ferskvatni og tekur meðal baðkar um 100 lítra af vatni. 1,1 milljarður manna hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni í veröldinni og daglega deyja sex þúsund börn úr sjúkdómum sem af því hljótast.

Þeir sem vilja leggja þessu verkefni hlið og styðja við gott aðgengi að vatni eins og við Íslendingar eigum, þá er hægt að leggja inná eftirfarandi reikning:

Grunnskólinn í Sandgerði

0147-15-210068

kt. 671088-5229