Ganga frá Brunnastaðahverfi í Voga
Í kvöld, mánudaginn 18. maí kl. 19, verður gengið úr Brunnastaðahverfi með ströndinni í Voga, leiðina sem Vogabörn gengu í skólann í 70 ár, 4 km. Mæting við afleggjarann af Vatnsleysustrandarvegi að Suðurkoti í Brunnastaðahverfi (vel merktur). Leiðsögumenn eru Viktor Guðmundsson og Haukur Aðalsteinsson.
Gangann hefst á grunni skólans við Suðurkot sem byggður var 1872. Guðrún Lovísa (Lúlla) segir hér á Youtube frá veru sinni í Brunnastaðaskóla upp úr 1930, mynd tekin á grunni skólans 2010. https://www.youtube.com/watch?
Þemu ferðarinnar:
1) Skólaganga barna áður fyrr og þriðji elsti barnaskóli landsins
2) Sögusvið bókar Jóns Dan 1919, en við munum m.a. ganga um rústir Vorhúsa sem koma þaroft við sögu.
3) Minjar um horfna tíma.
Í síðustu viku gengu 30 manns frá Kálfatjörn að Brunnastöðum. Þar urðu hundruð margæsa á vegi okkar eins og sjá má á muyndinni.
Á annan í hvítasunnu verður síðasta raðgangan, þá frá Vogum um Vogavík að Vogastapa um sögusvið bókar Jóns Dan; Sjávarföll.
Það spáir enn sem áður þurru og björtu veðri, vonandi þó ögn hlýrra.