Gamlar glæsikerrur á ferð í Reykjanesbæ
Sjá mátti margan glæsivagninn á ferðinni í Reykjanesbæ í rigningasuddanum síðdegis í dag þar sem fram fór hluti af alþjóðlegu fornbílarallý. Yfir 60 fornbílar frá rúmlega tug þjóðlanda taka þátt í keppninni og eru elstu bílarnir 80 ára gamlir. Keppni dagsins lauk við Bláa lónið en henni lýkur við Perluna eftir viku þegar bílunum hefur verið ekið hringinn í kringum landið.
Á ljósmyndavefnum hér á vf.is má sjá nokkra þeirra glæsivagna sem prýddu götur bæjarins í dag. Sumar þessara bíltegunda voru reyndar algengar á þessum sömu götum fyrir all mörgum árum, s.s. Sunbeam, Cortina og Trabant.
VF-mynd: elg