Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gamlar flugvélarúður fengu nýtt hlutverk
Þriðjudagur 24. nóvember 2009 kl. 09:09

Gamlar flugvélarúður fengu nýtt hlutverk


Gamlar flugvélarúður fengu nýtt og göfugt hluverk í vikunni þegar nemendur Myllubakkaskóla máluðu á þær fallegar jólamyndir.  Rúðunum átti að henda en einn starfsmaður skólans var á réttum stað á réttum tíma. Tókst honum að bjarga rúðunum frá gapandi gini glatkistunnar og koma þeim í til myndmenntakennarans.
Nemendur undu sér sér vel við að mála á þennan skemmtilega efnivið og eflaust eiga rúðurnar eftir að sóma sér vel í jólaskreytingum skólans á aðventunni. Nemendum Myllubakkaskóla er greinilega margt til lista lagt í þeim efnum eins og afar fallegar gluggaskreytingar skólans í desember hafa borið glöggt vitni um.

Myndirnar fengum við lánaðar af vef skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024