Gaman hjá kvenfélagskonum um helgina
Það var mikill kvennafans í Reykjanesbæ um helgina þegar 36. landsþing Kvenfélagasambands Íslands fór fram. Þingið var haldið í Kirkjulundi við Keflavíkurkirkju en um 200 konur alls staðar af landinu voru viðstaddar þingið.
Þegar blaðamaður Víkurfrétta leit inn var sálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson að halda skemmtilegan fyrirlestur sem féll vel í kramið hjá viðstöddum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.
Það voru fjölmargir prjónar á lofti í Kirkjulundi um helgina.
Jóhann Ingi sálfræðingur var skemmtilegur.