Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Galvaskir göngugarpar í hríðinni
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 09:38

Galvaskir göngugarpar í hríðinni

Það voru nokkur hörkutól sem mættu í göngu í Sandgerði í gærmorgun og létu vetur konung ekkert á sig fá. Gangan er hluti af dagskrá átaksins „Eflum líkama og sál - heilsuefling eldri borgara“ sem er í fullum gangi þessar vikurnar. Viðburðirnir eru í boði Sandgerðisbæjar og því er kjörið fyrir alla Sandgerðinga 60 ára og eldri að nýta sér tækifærið og taka þátt og hafa gaman að því að hreyfa sig og hitta mann og annan. Dagskrána má nálgast á heimasíðu bæjarins.

Á myndinni eru þau Björn, Lydia, Sigurður, Sigríður og Auður, sem létur veðrið ekki aftra sér og mættu galvösk í göngu þrátt fyrir kulda og rok. Með þeim er leiðbeinandinn, Ragnheiður Ásta.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024