Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Gáfu spjaldtölvur og heyrnartól til Víðihlíðar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 24. apríl 2020 kl. 13:30

Gáfu spjaldtölvur og heyrnartól til Víðihlíðar

Slysavarnadeildin Þórkatla færði nýlega íbúum hjúkrunardeildar Víðihlíðar spjaldtölvur og heyrnartól.

Strangt til tekið er ekki um slysavarnir og verkefni þeim tengt að ræða, en það er ákveðin vörn í því að sjá til þess að stytta fólki stundir andlega og félagslega þegar þörf er á. Þar sem samkomubann ríkir núna í þjóðfélaginu eru heimsóknir ekki leyfðar á Víðihlíð og íbúar þar geta því ekki hitt ættingja og ástvini. Þá getur tæknin komið til bjargar meðan þetta tímabundna ástand varir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þórkötlur ákváðu að gefa bæjarbúum kost á að gefa með í söfnunina og tóku nokkrir þeirra þátt, kann slysavarnadeildin þeim bestu þakkir fyrir framlagið, segir á grindavik.is.

Guðrún Kristín Einarsdóttir formaður og Sigrún Stefánsdóttir stjórnarkona Þórkötlu fóru og afhentu íbúum gjöfina. Þeir sem vilja leggja slysavarnadeildinni lið í þessari söfnun eða bara almennt geta lagt framlag sitt inn á reikning 0143-05-2521, kennitala 560190-2049.

SJÁIÐ NÝJUSTU VÍKURFRÉTTIR 62 BLS. TROÐFULLAR AF FLOTTU EFNI!