Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gáfu sófa og peninga til Asparinnar
Kristín Blöndal deildastjóri Asparinnar, Ingibjörg Jóna yfirmeistari stúkunnar, Ásgerður skólastjóri og María Rós frá stúkunni, þegar gjafirnar voru afhentar. Mynd tekin af vefsíðu Njarðvíkurskóla.
Fimmtudagur 11. september 2014 kl. 09:21

Gáfu sófa og peninga til Asparinnar

Sérdeildin Ösp í Njarðvíkurskóla fékk á dögunum góða gjöf frá Rebekkustúku nr. 11 Steinunn I.O.O.F þegar Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, yfirmeistari stúkunnar, afhendi Kristínu Blöndal, deildarstjóra Asparinnar, sófa til að hafa í miðrými deildarinnar. Auk þess færði Ingibjörg deildinni peningagjöf.  Þessar gjafir eiga eftir að nýtast nemendum og starfsmönnum mjög vel og var Rebekkustúku þakkað kærlega fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024