Gáfu sófa og peninga til Asparinnar
Sérdeildin Ösp í Njarðvíkurskóla fékk á dögunum góða gjöf frá Rebekkustúku nr. 11 Steinunn I.O.O.F þegar Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, yfirmeistari stúkunnar, afhendi Kristínu Blöndal, deildarstjóra Asparinnar, sófa til að hafa í miðrými deildarinnar. Auk þess færði Ingibjörg deildinni peningagjöf. Þessar gjafir eiga eftir að nýtast nemendum og starfsmönnum mjög vel og var Rebekkustúku þakkað kærlega fyrir.