Gáfu leikskólum gröfur
Leikskólunum Sólborg í Sandgerði og Gefnarborg í Garði barst góð gjöf á dögunum þegar eigendur Hafnarvideós, sem reka einnig Esso skálana í Sandgerði og Garði, komu færandi hendi. Þau gáfu hvorum leikskóla tvær forláta leikfangagröfur sem börnin geta setið og knúið með fótstigum, og var ekki að sjá annað á viðbrögðum barnanna að nýja dótið félli í góðan jarðveg.
Aðspurð sögðu gefendur ekkert sérstakt tilefni fyrir þessum gjöfum, en þau hafi langað til að láta gott af sér leiða. Þau hafi leitað til Olíufélagins um samstarf og fengið góðar undirtektir þar.
Á myndinni sjást systkynin Haukur Andrésson og Andrea Bára Andrésdóttir ásamt þakklátum krökkum á Sólborg.
Aðspurð sögðu gefendur ekkert sérstakt tilefni fyrir þessum gjöfum, en þau hafi langað til að láta gott af sér leiða. Þau hafi leitað til Olíufélagins um samstarf og fengið góðar undirtektir þar.
Á myndinni sjást systkynin Haukur Andrésson og Andrea Bára Andrésdóttir ásamt þakklátum krökkum á Sólborg.