Gáfu kross efst á turnspíru kirkjunnar
 Við guðþjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju þann 2. febrúar afhenti  Jón Benedikt Georgsson og börn hans formlega kross þann sem stendur efst á turnspíru  kirkjunnar.  Ingólfur Bárðarson formaður sóknarnefndar tók við gjöfinni og þakkaði gefendum. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur helgaði síðan krossinn, en hann er  gefinn í minningu um foreldra Jóns, Georg E. P. Pétursson, Guðrúnu Magnúsdóttur frá Brekku Ytri-Njarðvík,  systur hans Guðríði Elínu Georgsdóttur og  konu  hans Sigríði Jónsdóttur frá Ólafsfirði.Krossinn teiknaði arkitekt kirkjunnar Ormar Þór Guðmundsson og smíði hans annaðist Vélaverkstæði Sverre Stengrímsen. Hönnun lýsingar var í höndum G.H. ljósa á Garðatorgi í Garðabæ. Gestum var síðan boðið að þiggja veitingar.
Við guðþjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju þann 2. febrúar afhenti  Jón Benedikt Georgsson og börn hans formlega kross þann sem stendur efst á turnspíru  kirkjunnar.  Ingólfur Bárðarson formaður sóknarnefndar tók við gjöfinni og þakkaði gefendum. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur helgaði síðan krossinn, en hann er  gefinn í minningu um foreldra Jóns, Georg E. P. Pétursson, Guðrúnu Magnúsdóttur frá Brekku Ytri-Njarðvík,  systur hans Guðríði Elínu Georgsdóttur og  konu  hans Sigríði Jónsdóttur frá Ólafsfirði.Krossinn teiknaði arkitekt kirkjunnar Ormar Þór Guðmundsson og smíði hans annaðist Vélaverkstæði Sverre Stengrímsen. Hönnun lýsingar var í höndum G.H. ljósa á Garðatorgi í Garðabæ. Gestum var síðan boðið að þiggja veitingar.Frétt frá sóknarnefnd Ytri Njarðvíkurkirkju.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				