Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gáfu 200.000 í söfnun Bryndísar Evu
Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 11:24

Gáfu 200.000 í söfnun Bryndísar Evu

Styrktartónleikarnir sem haldnir voru fyrir Bryndísi Evu, litlu stúlkuna sem liggur í dái á Barnaspítala Hringsins, og foreldra hennar heppnuðust með eindæmum vel og söfnuðust alls 611.874 kr.

Mest munaði um glæsilegt framlag Lionsklúbbsins í Njarðvík, en þeir gáfu 200.000 í söfnunina. Við afhendinguna hvöttu Lionsmenn önnur samtök og fyrirtæki til að fylgja þeirra fordæmi og styrkja litlu fjölskylduna í baráttunni.

Auk þess stóð Hjálmar Árnason, þingmaður, á svið og tilkynnti að heilbrigðisráðherra hyggðist gefa 50.000 kr. í söfnunina.

Styrktarreikningur Bryndísar Evu er í Sparisjóðnum í Keflavík : 1109-05-410900 og kennitalan er 290681-5889.

Áhugasamir geta fylgst með framvindu mála hjá Bryndísi Evu á heimasíðu foreldra hennar: www.bebbaoghjolli.blogspot.com Þar er m.a. nýjast að frétta af prinsessunni að hún opnaði annað augað á föstudaginn og er öll að koma til þó að auðvitað sé enn langt í land.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024