Gaf tvær milljónir króna til tölvukaupa
Gerðaskóli í Garði fagnaði 140 ára afmæli í síðustu viku með afmælishátíð í skólanum. Fjölmargir gestir heiðruðu skólann með nærverusinni, ávörp voru flutt, mikið sungið og þá var boðið upp á heimabökuð muffins.
Í tilefni af þessum merku tímamótum skólans færði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs Gerðaskóla að gjöf tvær milljónir króna til að efla tölvubúnað skólans.
Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Afmælishátíð Gerðaskóla lauk með veislu þar sem boðið var upp á muffins og drykki.
Afmæliskökurnar voru í öllum regnbogans litum.
Það var mikið sungið í afmæli Gerðaskóla sl. föstudag.