Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gaf Tónlistarskóla Sandgerðis forláta flygil
Sunnudagur 17. apríl 2022 kl. 08:32

Gaf Tónlistarskóla Sandgerðis forláta flygil

Tónlistarskóla Sandgerðis barst höfðingleg gjöf, hvorki meira né minna en flygill af gerðinni Görs & Kalmann.

Margrét Pálsdóttir, píanóleikari og fyrrverandi flugfreyja, dóttir Páls Kr. Pálssonar organista og stofnanda Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, gaf tónlistarskólanum þennan forláta flygil. Hún er fyrrum nágranni Sigurgeirs Sigmundssonar, gítarkennara skólans, af æskuheimili hans á Seltjarnarnesinu. Margrét setti sig í samband við Sigurgeir og bauð okkur þessa höfðinglegu gjöf sem Tónlistarskóli Sandgerðis að sjálfsögðu þáði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við þökkum Margréti hjartanlega fyrir! Flygillinn á svo sannarlega eftir að koma að góðum notum og nýtast nemendum og kennurum í framtíðinni,“ segir í færslu á fésbókarsíðu Tónlistarskólans í Sandgerði.