Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gæti ekki lifað án fótbolta
Laugardagur 30. september 2017 kl. 05:00

Gæti ekki lifað án fótbolta

Nafn:
Helga Guðrún Sigurðardóttir.
Hver eru áhugamálin þín?
Fótbolti.
Í hvaða skóla ertu?
Holtaskóla.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul?
Ég er í 10. bekk og er 14 ára.
Hvað finnst þér best við það að vera í Holtaskóla?
Líklegast bekkurinn og vinir.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum?
Ég er búin að ákveða að fara í framhaldsskóla, en ekkert sérstakt svo sem, bara að klára hann.
Ertu að æfa eitthvað?
Ég er að æfa fótbolta.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Mér finnst lang skemmtilegast að spila fótbolta.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Örugglega að bíða því ég er svo óþolinmóð.
Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta?
Skemmtilegasta fagið er íþróttir eða stærðfræði og leiðinlegasta er danska.
Án hvaða hlutar geturðu ekki verið?
Ég gæti ekki lifað án fótbolta, símans míns og bolta.

Uppáhalds matur: Lax.
Uppáhalds tónlistarmaður: Shawn Mendes.
Uppáhalds app: Ekkert uppáhalds en nota mest Snapchat og Instagram.
Uppáhalds hlutur: Líklega bikar sem ég vann í fótboltanum.
Uppáhalds þáttur: Riverdale og Skam.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024