Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Gæfusporið hefst á morgun
Miðvikudagur 18. júní 2008 kl. 15:05

Gæfusporið hefst á morgun

UMFÍ hefur á morgun heilsuverndarátak undir yfirskriftinni Gæfuspor. Með þessu átaki, sem er stutt myndarlega af Sparisjóðnum, er fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar.

Verkefnið mun hefjast á fimm stöðum á landinu í fyrramálið og í Reykjanesbæ verður gengið frá Sparisjóðnum í Keflavík kl. 10:00. Skráning hefst kl. 09:30. Mun Sparisjóðurinn afhenda öllu göngufólki vandaðan jakka sem er merktur Gæfuspori til eignar. Aðrir staðir sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni eru Borgarnes, Neskaupsstaður, Selfoss og Sauðárkrókur.

Í framhaldinu mun göngufólkið sjálft hafa frumkvæði af því að hittast og ganga, en í tilkynningu frá aðstandendum átaksins segir að aðalatriðið sé að fara út að ganga á eigin forsendum, sér til ánægju í góðum hópi vina og félaga. Sérstakur bæklingur verður gefin út samhliða verkefninu með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir göngufólk og mun hann liggja frammi í Sparisjóðnum og á fleiri stöðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024