Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fyrsti snjóslagur vetrarins
Fimmtudagur 4. nóvember 2004 kl. 10:54

Fyrsti snjóslagur vetrarins

Það var hart barist í Skrúðgarðinum í Njarðvík í morgun þegar skólakrakkar úr Njarðvíkurskóla voru í frímínútum. Snjóboltaslagurinn var í algleymingi og flugu hvít tundurskeyti um loftið af mikilli nákvæmni. Það var ekki annað að sjá á krökkunum en að snjórinn væri þeim mjög svo kærkominn.

Aðspurðir sögðu krakkarnir að ef verkfall skylli aftur á eftir helgi þá myndu þau halda áfram að læra eða bara fara í partý.

VF-myndir/ Jón Björn

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024