Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fyrsti snjórinn = örtröð á dekkjaverkstæðum
Mánudagur 29. október 2007 kl. 17:00

Fyrsti snjórinn = örtröð á dekkjaverkstæðum

Vertíðarstemmning var á dekkjaverkstæðum bæjarins í dag enda heilsaði veturinn með virktum um helgina með hreti. Og þá var ekki að sökum að spyrja; örtröð var á dekkjaverkstæðunum í dag.  Þegar ljósmyndari VF leit við á Sólningu nú í eftirmiðdaginn biðu bílarnir í all myndarlegri röð fyrir utan eftir að komast í dekkjaskipti. Allt gekk þó  hratt og vel fyrir sig enda menn röggsamir þar á bæ og kunna réttu handtökin.

Það má búast við nokkuð kaflaskiptu veðri næstu daga. Ný síðdegis tók að hlána, spáð er 2-8 stiga frosti á morgun og svo aftur hlýnandi með rigningu. Á miðvikudag kólnar aftur með 0-5 stig frosti og svo hlánar aftur á fimmtudag.

Efri mynd: Þrátt fyrir mikið annríki voru menn léttir í lund í Sólningu í dag.
 
Neðri mynd: Bílarnir biðu í röðum. Allt gekk þó hratt og vel.

VF-myndir: elg




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024